HANN ER FÉLAGSLYNDUR. EN HANN ER EKKI ÁHANGANDI.

Um borð í New 500 er akstursánægjan það sem mestu skiptir. Það er þess vegna sem hann er útbúinn með öllum þróuðustu öryggis- og upplýsingaskemmtunarkerfum - stjórnrofar í stýri, handfrjáls Bluetooth® virkni og Bluetooth Audio streymi, eco:Drive, Blue&Me TomTom 2 LIVE aðgerðir, auk Uconnect™ beinlínu upplýsingakerfis.

SKOÐAÐU UCONNECT™

Uconnect™ er upplýsingaskemmtunarkerfið™ sem gerir þér kleift, gegnum 5 eða 6 tommu snertiskjá sinn að stjórna öllum margmiðlunartækjum sem til staðar eru í bílnum: anagogue og stafræna útvarpið (DAB) og helstu stuðningstækin (margmiðlunarspilari, iPod, iPhone, snjallsími) sem tengd eru gegnum USB tengi og AUX tengi.

Uconnect Útvarp Nav 5’’ tækið býður upp á TomTom 2.5D leiðsögn sem miðast við aðstæður leiðarinnar og ‘Einnar Raddupptöku Áfangastaðar’ þar sem setja má inn heimilisföng með raddskipunum.

Hið nýja Uconnect™ LIVE kerfi leyfir viðskiptavinum – gegnum samtengingu við snjallsíma sína – að nota mörg smáforrit í mæliborðskerfinu svo þeir geti alltaf verið í sambandi við vini sína á Twitter; hlustað á 35 milljón lög á Deezer og yfir 100 þúsund útvarpsstöðvar með Tune-In; náð í rauntíma fréttir frá Reuters og uppfærslu á umferðarfréttum, upplýsingar um hraðamyndavélar og veðurfréttir, þökk sé TomTom LIVE þjónustunni.

Og þar með er ekki upptalið: þú getur bætt aksturslag þitt með eco:Drive™ svo þú sparir eldsneyti og getir fylgst með koltvísýringslosun bifreiðar þinnar. Og þú getur verið samstíga bílnum þínum með my:Car: minnir þig á hvar þú lagðir bílnum, upplýsir þig um eldsneytismagn og öll frávik ökutækisins.

VERNDARANDI

Í þínum New 500, fyrir utan nýja bremsukerfið (í 1.2 vélunum), er þér óhætt að treysta á öll bestu öryggiskerfin: 7 loftpúðar, ABS + EBD svo þú missir ekki stjórnina þegar stöðvað er snögglega, ESC + Hill Holder til að halda stefnu þinni í neyð og auðvelda gangsetningu í brekku þeim mun meira, HBA til að gera snögghemlun áhrifameiri og Hazard Device sem kveikir neyðarljósin umsvifalaust ef þú neyðist til að stöðva skyndilega. Um leið og sporöskjulaga aðalljósin eru með DRL ábyrgð á hámarks skyggni, þökk sé LED tækni þeirra.