Skip to content Skip to navigation

Rafmagnaður akstur

Algengar spurningar

1. Þýðir rafknúin farartæki ennþá lægri eldsneytiskostnað?

Rafhleðsla heima með hleðslustöð getur verið miklu ódýrari en að keyra einungis á bensín- eða dísilbíl.

2. Eru rafbílar dýrari í viðhaldi?

Vélbúnaður rafbíls er miklu einfaldari en hefðbundins bíls, þar sem færri íhlutir á hreyfingu og færri vökvar til að fylla á eða skipta um við þjónustu. Þökk sé endurnýjandi hemlun eru jafnvel bremsurnar notaðar sjaldnar en í hefðbundnum bílum, þannig að þeir endast lengur.

3. Hvaða hleðslumöguleika hef ég á ferðinni?

Það er util nokkrar gerir af almennum hleðslustöðvum: hleðslustöðvar eru á bilinu 7kW til 22kW, en hraðhleðslustöðvar eru frá 50 kW og upp í 350 kW, sem gerir þér kleift að hlaða 80% . Það eru fjölmargir rekstraraðilar hleðslustöðva, eldsneytisstöðvar, stórmarkaðir, og við almenna staði víðs vegar um landið. Auðvelt er að greiða annað hvort með viðskiptamannakorti eða greiðslukortum. Sumir aðilar fara framm á að viðskiptavinur skrái sig í snjallsímaforriti.

4. Er erfiðara að keyra rafbíl?

Þvert á móti! Rafbíll er fullkominn fyrir akstur innanbæjar. Með því að nota endurnýjandi hemlun geturðu næstum keyrt með einum fæti og þú færð samstundis hröðun.

5. Er þægilegt að keyra rafbíl?

Rafbílar eru einstaklega mjúkir í akstri auk þess sem þeir eru mjög hljóðlátir. Niðurstaðan er afslappandi umhverfi sem dregur verulega úr álagi við akstur.

6. Hvað þarf ég til að geta hlaðið heima?

Öruggasta og hagkvæmasta leiðin til að hlaða rafbílinn þinn er með því að tengja við hleðslustöð með því að nota Single-Phase Type 2 hleðslusnúruna sem fylgir rafmagns Fiat þínum.

7. Hversu langt getur Fiat 500e farið á fullri hleðslu?

Rafknúinn Fiat 500e útgáfan með stærri rafhlöðu (42kWh 118 hö) er með glæsilega blandaða drægni upp á 305 km (*WLTP staðall). Drægni þeirra í þéttbýli eru 433 km (WLTP staðall). Minni rafhlaðan (24kWh 95 hö) í rafknúnum Fiat 500e er með drægni allt að 190 km í blönduðum akstri (WLTP staðall) og 257 km í þéttbýli (WLTP staðall).