OPINSKÁR

500X þýðir að ferðast á fullkomlega þægilegan hátt með tækni sem gerir aksturinn skemmtilegri og lífið um borð einfaldara.

VAL Á AKSTURS STEMNINGU

Með því að nota skipun sem staðsett er á miðhúsi gírkassans getur maður valið eina af þremur mögulegum “stemningum” – Sjálfvirkt, Sport, Allra-Veðra – sem hámarkar breytilegan akstur með því að aðlaga hegðun bifreiðarinnar.

 

UPPLÝSINGASKEMMTUN

Um borð ertu með stjórnrofa í stýrinu, Handfrjálst Bluetooth® og Bluetooth hljóðstreymi ásamt eco:Drive™ virkni og Uconnect™ upplýsingaskemmtunarkerfi.
Með Uconnect™, gegnum 5 eða 6.5 tommu snertiskjá geturðu stjórnað öllum margmiðlunartækjunum sem fyrir eru í bílnum: analogue og stafræna (digital) útvarpið (DAB) og megin stoðirnar (tónhlöðu, iPod, iPhone, snjallsíma) sem tengdar eru gegnum USB tengi og AUX-inn tengil.
Uconnect Radio Nav 5″ tækið býður upp á TomTom 2.5D leiðsögn um leið og 6.5 tommu Uconnect Radio Nav býður upp á gervihnatta leiðsögn með þrívíddar kortum, samfelldri leiðarlýsingu og ‘eins skiptis raddskipun um ákvörðunarstað’ til að skrá heimilisföng með raddskipunum.
Hið nýja Uconnect™ LIVE system gerir viðskiptavinum einnig kleift – gegnum samtengingu snjallsíma þeirra – að nota mörg smáforrit í um-borð kerfinu svo þeir geti alltaf verið í sambandi við vini sína á Twitter; hlustað á 35 milljón lög á Deezer og meira en 100 þúsund útvarpsstöðvar með Tune-In; náð í rauntíma uppfærslur á fréttum frá Reuters og um umferðina, hraðamyndavélar og veður, þökk sé TomTom LIVE þjónustunni.
Og þar með er ekki upptalið: þú getur bætt aksturslag þitt með eco:Drive™, svo þú sparir eldsneyti og getir athugað CO2 losun bifreiðar þinnar í rauntíma.
Og þú getur verið samstíga bílnum þínum með my:Car: minnir þig á hvar þú hefur lagt honum, upplýsir þig um eldsneytismagn og hvers kyns frávik ökutækisins.