FRAMTÍÐIN ER RÝMI

Rými sem hannað er sérstaklega fyrir þig, byggt í kringum frumlega tækni og öryggishugmyndir. 500L er bíllinn sem getur tryggt þér allt þetta. Og hann getur tekist á við hvaða aðstæður sem er, þar með talið framtíðina.

BOÐ UM AÐ FERÐAST

Með Uconnect™, gegnum 5 eða 6.5 tommu snertiskjá geturðu stjórnað öllum þeim margmiðlunartækjum sem fyrir hendi eru í bílnum: analouge og stafræna útvarpið (DAB) og megin tækin (margmiðlunarspilari, iPod, iPhone, snjallsími) tengd gegnum USB tengið og AUX-inn tengi.

Hið nýja Uconnect™ LIVE kerfi leyfir viðskiptavinum einnig – með samtengingu við snjallsíma þeirra – að nota mörg smáforrit í innbyggða kerfinu svo þeir geti alltaf verið í sambandi við vini sína á Twitter; hlustað á 35 milljón lög á Deezer og yfir 100 þúsund útvarpsstöðvar með Tune-in; fengið rauntíma fréttauppfærslur frá Reuters og um umferðina, hraðamyndavélar og veður, þökk sé TomTom beinlínuþjónustu.

Og þar með er ekki upptalið: þú getur bætt aksturslag þitt með eco:Drive™ svo þú sparir eldsneyti og getir athugað CO2 losun bílsins þíns í rauntíma. Og þú getur verið samstíga bílnum þínum með my:Car: minnir þig á hvar þú hefur lagt bílnum, upplýsir þig um eldneytismagn og hvers kyns frávik ökutækisins.

 

 

HANN SKILUR ÞIG VIÐ FYRSTU SNERTINGU

Með sínum 5 tommu snertiskjá í lit eru samskipti við símann þinn, snjallsímann, útvarpið, tónhlöðu og margmiðlunarspilara meðan á akstri stendur einfaldari og auðveldari en nokkru sinni fyrr. Með Bluetooth® geturðu hringt án þess að taka hendurnar af stýrinu og sinnt hvaða textaskilaboðum sem þú færð (svo framarlega sem þú ert með samtengjanlegan snjallsíma). Og til að bæta lífsnautn við ferðir þínar er útvarpið ásamt geislaspilara einnig með stafrænt útvarp samkvæmt ósk þinni og getur spilað utanaðkomandi útsendingar gegnum USB og AUX-inn tengi.

VERTU ECO:BÍLSTJÓRI

Viltu læra að spara eldsneytisnotkun og tengdan kostnað um allt að 16%? Fiat 500L eco:Drive kennir þér hvernig. Í hvert sinn sem þú sest undir stýri skráir hugbúnaðurinn hegðun þína og sýnir eco:Index þitt á “Uconnect™ 5” Radio og gefur þér vísbendingar í rauntíma til að hjálpa þér að leiðrétta mistök og bæta aksturslag þitt. Í lok þjálfunarinnar ertu tilbúinn að fara inn í eco:Ville samfélagið og deila árangri þínum á Facebook og Twitter.

LAGIÐ HEFUR BREYST

Í þínum 500L geturðu hlustað á alla þá tónlist sem þú vilt: í margmiðlunarspilaranum þínum, snjallsímanum þínum eða af USB lykli. Og þú getur auðveldlega valið það með því að nota stjórnrofana í stýrinu. Það sem meira er, nýju hágæðahljómtæki hans sem þróuð hafa verið í samstarfi við Beats Audio, styðjast við háþróað tónjöfnunarforrit sem gefur hreinan háskerpuhljóm. Gegnum 6 hátalara í fram- og afturhurðum, 1 bassahátalara í farangursrýminu og 8-rása stafrænan magnara getur nýja hljóðkerfið skilað krafti upp á 520 vött.

HANN KANN AÐ GÆTA FJÖLSKYLDU ÞINNAR

Staðalbúnaðurinn tryggir hæstu stig virks og óvirks öryggis. Allt að 7 loftpúðar, ABS með B.A.S. (bremsuhjálparkerfi) og hið háþróaða ESC (rafeindastöðugleikastjórnun) sem sameinar ASR/MSR hröðunar og hraðaminnkunar gagnskriks virkni. Hill Holder til að auðvelda gangsetningu í halla, DST virk stýring sem eykur akstursöryggi og vinnslu, auk rafeindaveltivörn, ERM. Og til að gera akstur í umferð öruggari er borgarbremsustýring (fáanleg skv. pöntun), tæki sem skynjar nærveru annarra ökutækja eða hindrana og bremsar sjálfkrafa til að forðast árekstur eða draga úr afleiðingum hans.