FIAT 500e ACTION – 100% rafmögnuð ítölsk hönnun

Fiat 500e Action
Verð frá: 4.990.000 kr.

LITIR Í BOÐI

ICE WHITE ONYX BLACK OCEAN GREEN
ROSE GOLD CELESTIAL BLUE MINERAL GREY

500e er rafmögnuð ítölsk hönnun þar sem mikið er lagt upp úr sérstöðu, fallegu útliti innan sem utan og notagildi.

500e Action er traustur, rafmagnaður kostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem vilja komast leiðar sinnar á öruggan hátt og leggja sitt af mörkum til umhverfisins.

HELSTI STAÐALBÚNAÐUR

500e Action útgáfan kemur með hæðarstillanlegu stýri, hita í afturrúðu, rafdrifnum rúðum, þráðlausri hleðslu fyrir farsíma, varmadælu, rafdrifinni sjálfskiptingu, afturrúðuþurrku, vökvastýri, sjálfvirkri miðstöð með loftkælingu, 12v tengi á milli sæta og í farangursrými, höfuðpúðum á aftursætum, niðurfellanlegt aftursætisbak 50/50, hillu yfir farangursrými, þráðlaust Apple/Android Carplay, hita í sætum, 50KW hraðhleðslu, vösum aftan á framsætisbökum, ESC stöðugleikastýringu, 15″ stálfelgum, loftþrýstingsskynjara í dekkjum, hvítri baklýsingu í mælaborði, LED dagljósum og afturljósum, ljósi í farangursrými, LED ljósi yfir miðjustokk, þokuljósi að aftan, rafdrifinni handbremsu, samlitum hliðarspeglum, rafdrifnum upphituðum útispeglum, 7″ útvarpsskjá, lykillausri ræsingu, hraðaskiltalesara og 7″ mælaborði.

Rafhlaðan er 24KW og er 8 ára ábyrgð á rafhlöðu og 5 ára ábyrgð á bílnum. Drægnin er 190 km skv. WLTP í blönduðum akstri og allt að 257 km innanbæjar. 500e er 3 dyra, sjálfskiptur og framdrifinn.

Hleðslutími

  • 2,3kw heimahleðslutækið 100% hleðsla á 8klst og 45 mín Action og La Prima 15klst og 15mín
  • 11kw+ heimahleðslustöð 100% hleðsla á 2 klst og 30 mín Action og La Prima 4 klst og 15 mín
  • 50kw hraðhleðslustöð 80% hleðsla á 30 mín
  • 85kw hraðhleðslustöð 80% hleðsla á 35 mín
  • 85kw 5 mín í hraðhleðslustöð nærðu að hlaða 50km

Áhugaverðir punktar

  • TYPE 3 hleðslukapall
  • Fullkomið akstursaðstoðarkerfi. Snjallstillingar á aksturskerfi Normal, Range og Sherpa mode: Stilling til að ná hámarks drægni útúr því sem eftir er á
  • rafhlöðunni og koma þér heim eða á áfangastað.
  • One pedal driving: gerir þér kleift að aka með einum pedal og notar mótstöðuna til að hlaða rafhlöðuna
  • Þráðlaust Apple og Android carplay sem varpar símanum þínum þráðlaust upp á skjáinn í bílnum ásamt þráðlausri hleðslu fyrir símann þinn