Fiat Tipo

Fiat Tipo

Fiat Tipo er einn rúmbesti bíllinn í sínum stærðarflokki og með frábæra aksturseiginleika.

Í boði eru tvær vélarstærðir, 1400 rúmsentimetra 120 hestafla bensínvél með 6 gíra beinskiptingu og 1600 rúmsentimetra 120 hestafla díselvél með 6 gíra sjálfskiptingu.

Tipo er fáanlegur sem 5 dyra hlaðbakur eða sem skutbíll í Easy útfærslu sem býður upp á ríkulegan staðlabúnað, auk þess sem innra- og farangursrými er eitt hið mesta í þessum stærðarflokki bíla. Sem dæmi má nefna að farangursrými í Fiat Tipo skutbíl eru 520 lítrar.

FIAT TIPO EASY STAÐALBÚNAÐUR
Bakkmyndavél og skynjarar, raddstýrt Bluetooth til að streyma tónlist og síma, 5” skjár, AUX, USB og 12v tengi, loftkæling, hiti í framsætum, rafdrifnar rúður, rafstýrðir og upphitaðir hliðarspeglar, loftþrýstingsmælir fyrir hjólbarða, aðgerðastýri, 16” álfelgur, fjarstýrðar samlæsingar, ABS hemlalæsivörn, ESP stöðugleikastýring, start/stopp búnaður, armpúði milli framsæta með geymsluhólfi, aftursæti niðurfellanlegt 60/40, armpúði í aftursæti með glasahaldara. Varadekk í fullri stærð og íslensk ryðvörn.

Fiat Tipo Hatchback – Verð frá 3.090.000 kr.
Fiat Tipo Station – Verð frá 3.290.000 kr.