Fiat 500e frumsýning 6. nóvember

Fiat 500e frumsýning 6. nóvember

ÍSBAND umboðsaðili FIAT frumsýnir fyrsta 500e rafmagnsbílinn og jafnframt fyrsta 500 bílinn með 3+1 hurðum laugardaginn 6. nóvember.

500e er ítölsk hönnun þar sem mikið er lagt upp úr sérstöðu, fallegu útliti innan sem utan og notagildi. Fyrstu 500e bílarnir koma í 9 litum og  útfærslu sem kallast “La Prima” sem er hlaðin aukabúnaði eins og 3+1 hurðum (3+1 hurð er afturhurð farþegamegin sem auðveldar aðgengi að aftursætum), leðursætum, leðurstýri, hita í sætum, 10,25” útvarpsskjá með leiðsögukerfi, þráðlausri símahleðslu, sjálfvirkri miðstöð með loftkælingu, bakkmyndavél, þráðlausu Apple/Android Carplay, 85KW hraðhleðslu, 17” álfelgum, 360⁰ fjarlægðaskynjurum, Led ljósum, lykillausu aðgengi og ræsingu, glerþaki, fjarlægðastilltum hraðastilli með hraðaskiltalesara o.mfl.

Rafhlaðan er 42KW og er 8 ára ábyrgð á rafhlöðu og 5 ára ábyrgð á bílnum. Drægnin er 320 km skv. WLTP í blönduðum akstri og allt að 460 km innanbæjar. 500e er sjálfskiptur og framdrifinn. Með 85KW hraðhleðslu er hægt að hlaða 50 km drægni á 5 mínútum.

Það verður ítölsk stemming hjá ÍSBAND á laugardaginn þar sem kaffibarþjónn frá Lavazza töfrar fram úrvals ítalskt Lavazza kaffi ásamt fleiri veitingum.

Sýningin er opin á milli kl. 12-16 og er í sýningarsal ÍSBAND í Mosfellsbæ, Þverholti 6.