EINLÆGLEGA ÞÆGILEG, NAUÐSYNLEGA FLOTT

Pandan er óviðjafnanleg því hún hefur alltaf verið bíll sem lætur aðalatriðin ráða hönnuninni. Þetta er það sem gerir hana einstæða: hið ytra endurspeglar sjálfan anda bílsins.

LÖGUN ÁVALA FERNINGSINS

Seigla ferningsins og mýkt hringsins: í einu orði, “ferhringur”; í bíl, Pöndu. Aðlaðandi, glaðvær lögun, hönnun sem sameinar stíl og notagildi, hagkvæmni og vernd.

 

PANDA MYNSTUR

MÆLABORÐ MEÐ RAMMA Í LIT

SMÁATRIÐI

PANDAN SÉR MJÖG LANGT

Auga þínu er beint frá brosmildri framhliðinni að afturhlutanum með hækkuðum ljósaklösunum meðfram hliðarplötunum með hringlaga þriðja glugganum sem skapar áhrif af samfelldu, gljáðu yfirborði í þágu aukins skyggnis og öryggis.

SLAKAÐU Á, ÞARNA ER PANDA

Teygðu úr þér, láttu fara vel um þig og snúðu lyklinum. Láttu Pönduna taka yfir.
Stór geymsluvasi
Blýantsílát/smápeningaílát
Pappírsþurrkuílát

 

RÝMI OG MEIRA RÝMI

Pandan er rúmgóð og getur verið jafnvel enn rúmbetri. Milljónir minninga, innkaupapokarnir þínir, áform þín, börnin þín, draumarnir þínir, íþróttabúnaðurinn þinn, vinir þínir. Þú spyrð. Panda mun segja þér hvernig.

PANDA LEGUBEKKUR

Leggðu saman framsætið, teygðu úr fótleggjunum og slakaðu á. Rýmið innan í Pöndunni er að miklu leyti einingaskipt svo þú getir látið fara vel um þig og hlaðið öllu sem þú vilt.

60/40 skipting aftursæta
Farþegasæti sem leggst niður til að mynda borð.
Hár miðstokkur með hólfum