GOÐSAGNIR VAXA LÍKA.

Og þær breytast. Eins og 500, hin æðsta táknmynd, sem í dag bætir dirfsku og táli við nýtískulega og poppaða ásýnd sína.

HIN ÁSTÚÐLEGA DJARFA TEGUND

Hið brosandi andlit 500 fær sjö grallara í viðbót. Framendinn er meira blikkandi, þökk sé nýju löguninni, verðlaunaða vangaskegginu og stuðaranum sem umlykur þrívíða grillið. Meira aðlaðandi, jákvæðara, jafnvel meira 500. Nýju fjölsporöskjulaga framljósin tjá sig og virðast blikka myrkrið. Um leið og nýju dagljósin með LED tækni eru innblásin af núllinu í 500 merkinu og verða einkenni þess, gera þau hann samstundis auðþekkjanlegan.

 

RAUNVERULEGT YFIRBRAGÐ FÁGUNAR OG STÍLS

Hið auðþekkjanlega útlit 500 breytist ekki en það bætir við sig persónuleika, þökk sé tveimur dýrmætu nýju álfelgunum, 15 tommu gráu glans útgáfunni af 16 tommu gerðinni með möttu, svörtu demants áferðinni. Hið nýja 500 útlit er undirstrikað með tveimur nýjum litum: pastel Corallo Rauða litnum, mjög poppaður og sólríkur og Burgundy Aida málm áferð, svo fágaður og glæsilegur.

 

SJÁ MÁ PERSÓNULEIKANN Í SMÁATRIÐUNUM

Eins og í nýju krómröndinni sem hækkar stuðarann og hýsir þoku- og bakkljósin. Eða eins og í nýju afturljósa einingunum sem samþætta stöðvunarljósin, afturljósin og stefnuljósin og ramma þannig inn yfirbygginguna. Óvenjuleg og djörf lausn sem undirstrikar getu 500 til að halda áfram að endurnýjast án þess að glata ævarandi anda sínum.

 

500 LÍNAN

Engin hefur nokkru sinni verið flottari en þessi kona. Í dag kynnir 500 nýju línuna í bílaáklæði: 6 myndræn mynstur til að klæða nýjar línur sínar með glæsileika, ímyndunarafli, glaðværð og glettni. Ekkert er tilviljunum háð: sérhverja myndræna lausn má sameina sérstökum litum yfirbyggingarinnar og er fáanleg í fleiri en einni gerð – MINI (hliðar) eða MIDI (klæðir bílinn frá reiminni og upp úr og nær yfir þakið, vélarhlífina, hliðarspeglana, umgjörðina, farangursgeymsluna og dyrastafina)

 

PERSÓNULEIKI OG FEGURÐ. HIN FULLKOMNA SAMSETNING.

Djarfur stíll ytra byrðisins umlykur algjörlega endurnýjaðar innréttingarnar, meira aðlaðandi, glæsilegur og fágaður. Enn og aftur er 500 tilbúinn að koma á óvart.

FULLKOMNUN ER EKKI AUKABÚNAÐUR

Hönnun mælaborðsins hefur verið algjörlega endurhugsuð til að bera uppi hina nýju tækni borðsins með samræmdu útliti. Króm einingarnar og ávalari hönnun stjórntækja 500 eru mjög sláandi. En hinn nýi 500C er ekki bara fallegur, hann er hagnýtur og er núna með þægilegu hanskahólfi í mælaborðinu og nýrri tengibúnaðarstöð með USB / aukatækja tengingum og mun rúmbetri glasabakka.

ÞAÐ ER ALLT Á HREINU

Nýja stýrið með sinni sérstöku hönnun er skreytt með króm einingum. Hinn frumlegi 7 tommu TFT stafræni skjár gerir þér kleift að geyma allar nauðsynlegar upplýsingar þegar keyrt er eftir stjórntækjum, eins og hraðvalsgögnin, snúningsmælirinn, hitastigið og gírskiptivísirinn sem gefur til kynna hvenær þú átt að skipta um gír og svo ferðatölvan sem gerir þér kleift að stilla ferð bílsins miðað við þá vegalengd sem ferðast skal, eldsneytisnotkun augnabliksins, fjarlægðarsvið o.s.frv.

INNBLÁSIÐ AF HÁTÍSKU

Stíll, stíll, stíll og enn meiri stíll. Nýju efnin og áklæðin sem valin eru í innréttingu hins nýja 500 koma beint af sýningarpöllum hátískunnar. Hér er líflegt köflótt ullarefni með köntum í öðrum lit og nýja, dýrmæta, vínrauða leðrið með bláum innfellingum, eðal yfirbragð sem lofar liti sjöunda áratugarins.

SÉRHVERJA FERÐ ÆTTI AÐ UPPLIFA Í ÞÆGINDUM

Til að tryggja öll þau þægindi sem þú gætir hugsanlega óskað eru nýju sætin framleidd með jafnvel vistvænni efnum og hönnuð til að auðvelda farþegum aðgengi að aftursætunum.