HANN SKILUR ÞIG VIÐ FYRSTU SNERTINGU
Með sínum 5 tommu snertiskjá í lit eru samskipti við símann þinn, snjallsímann, útvarpið, tónhlöðu og margmiðlunarspilara meðan á akstri stendur einfaldari og auðveldari en nokkru sinni fyrr. Með Bluetooth® geturðu hringt án þess að taka hendurnar af stýrinu og sinnt hvaða textaskilaboðum sem þú færð. Og til að bæta lífsnautn við ferðir þínar er útvarpið ásamt geislaspilara einnig með stafrænt útvarp samkvæmt ósk þinni og getur spilað utanaðkomandi útsendingar gegnum USB og AUX-inn tengi. Til viðbótar getur frumlega hljóðstreymið endurflutt lög og vefútvarp frá snjallsíma þínum án þess að nokkrar snúrur komi þar við sögu.