NÝJUSTU ÖRYGGISEIGINLEIKAR
FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR
Vertu með meiri stjórn á hraðanum sem þú vilt ferðast á: ákvarðaðu hraðann og Fiat 500e mun viðhalda honum á meðan þú ekur.
BREMSAR FYRIR ÞIG
Enn meira öryggi fyrir þig og alla aðra á veginum: Nýr Fiat 500e hemlar sjálfkrafa til að forðast eða draga úr áhættu á árekstri við ökutæki að framan, e'a gangandi eða hjólandi vegfarendur. Virkt allt að 130 km/klst hraða. Í fyrstu gerir bíllinn bara ökumanninum viðvart með hljóð- og sjónrænni viðvörun í mælaborðinu og ef ökumaðurinn bregst ekki við, þá bremsar kerfið ökutækið og hjálpar til við að forðast eða draga úr hugsanlegum árekstri.

HELDUR ÞÉR VAKANDI
Þreyta verður ekki vandamál lengur: Nýr 500e hjálpar þér að sofna ekki óvart undir stýri. Kerfið getur greint fyrstu merki um þreytu með því að fylgjast með hliðarhreyfingum ökutækisins og ráðleggur þá þér að taka hlé. Sjónræn og hljóðræn viðvörun birtist á skjánum.
HELDUR ÞÉR Á RÉTTRI AKREIN
Ferðastu auðveldar á öruggan hátt á þinni akrein: Nýr 500e hjálpar þér að koma í veg fyrir að þú farir ekki yfir veglínur, heldur þér á réttri braut með virkum aðgerðum á stýrinu og verndar þig og aðra fyrir hættum. Þegar aðgerðin skynjar að ökutækið er við það að fara óviljandi út af akrein varar hún ökumann við með sjónrænu, hljóð- og skynmerki sem og titring í stýri, til að stemma stigu við komandi hættu.